Umhverfis- og mannvirkjasvið vísar erindi varðandi nýjan veg frá reiðhöllinni og inn á Hlíðarfjallsveg til skipulagsráðs.
Sigfús Helgason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Akvegur frá Hlíðarfjallsvegi upp að reiðhöll og dýraspítalanum. Vegurinn verður mjög fljótt ófær í snjókomu þar sem hann liggur að hluta ofan í hvilft. Vill helst fá veg beint suður af reiðhöllinni og inn á Hlíðarfjallsveg. Hann segir veginn vera ónýtan og ekki dugað þó starfsmenn bæjarins hafi reynt að lagfæra hann. Hann segir að jafnaði 40-50 bíla keyra veginn á degi hverjum fyrir utan alla umferð hestamanna. Hann bendir á að bílaplanið fyrir utan reiðhöllina sé einnig óklárað.