Alheimshreinsunardagurinn fer fram þann 15. september nk. Landvernd, Blái herinn, JCI á Íslandi, Plastlaus september og plokkarahreyfingin hvetja sveitarfélög til að koma gámum eða stórum sekkjum fyrir á ákveðnum stöðum þennan dag og auðvelda fólki með því móti hreinsun og flokkun á rusli. Einnig eru sveitarfélög beðin um að leggja skipuleggjendum lið við að kynna daginn og hvetja almenning til dáða. Átakinu verður síðan fylgt eftir með upplýsingum um áætlaðan afrakstur dagsins og hvað hafi orðið af öllu ruslinu.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála lagði fram minnisblað dagsett 4. september 2018 vegna þessa.