Á síðasta starfsári Menningarfélags Akureyrar (MAk) var í samvinnu Akureyrarstofu og félagsins gerð tilraun með Tónlistarsjóð Hofs og Samkomuhússins. Meginmarkmið sjóðsins voru m.a. að auðvelda ungu listafólki utan stofnana að nýta sér þá fyrirmyndaraðstöðu sem húsin hafa upp á að bjóða og stuðla að fjölbreytileika í tónlistarviðburðum. Markmið tilraunarinnar var að undirbúa formlega stofnun sjóðs sem tæki til starfa á þessu ári. Í nýjum samningi Akureyrarbæjar og MAk er gert ráð fyrir þessu og nú er unnið að samþykktum og vinnureglum fyrir sjóð sem hefur víðtækara hlutverk en tilraunasjóðurinn. Auk þess er gert ráð fyrir að Menningarfélgið Hof sem annaðist rekstur Hofs í upphafi komi að nýja sjóðnum með fjárframlagi.
Drög að reglum lögð fram til kynningar.