Myndlistaskólinn á Akureyri - ársreikningur 2017

Málsnúmer 2018070485

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3604. fundur - 02.08.2018

Rætt um ársreikning og framtíð og rekstur Myndlistarskólans.
Í gildi er samningur milli Akureyrarbæjar og Myndlistaskólans á Akureyri ehf. um rekstur Myndlistaskólans sem rennur út í lok skólaárs 2018-2019. Akureyrarbær hefur ekki í hyggju að framlengja samninginn óbreyttan og felur formanni bæjarráðs að ræða við forsvarsmann skólans.


Jafnframt verði stofnaður starfshópur skipaður fulltrúum úr frístundaráði, fræðsluráði og stjórn Akureyrarstofu sem ætlað er að fjalla um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi í bænum.

Stjórn Akureyrarstofu - 256. fundur - 07.08.2018

Bæjarráð hefur óskað eftir að stjórn Akureyrarstofu skipi fulltrúa í starfshóp um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi í bænum. Tilefnið er m.a. að samningur bæjarins við Myndlistaskólann um stuðning við starfsemina rennur út í lok skólaárs 2018-2019.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Hildu Jönu Gísladóttur sem fulltrúa stjórnar Akureyrarstofu í starfshópinn.

Frístundaráð - 34. fundur - 15.08.2018

Bæjarráð hefur óskað eftir að frístundaráð skipi fulltrúa í starfshóp um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi í bænum. Tilefnið er m.a. að samningur bæjarins við Myndlistaskólann um stuðning við starfsemina rennur út í lok skólaárs 2018-2019.
Frístundaráð samþykkir að skipa Hildi Betty Kristjánsdóttur sem fulltrúa frístundaráðs í starfshópinn.

Fræðsluráð - 16. fundur - 03.09.2018

Bæjarráð hefur óskað eftir að fræðsluráð skipi fulltrúa í starfshóp um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi í bænum. Tilefnið er m.a. að samningur bæjarins við Myndlistaskólann á Akureyri um stuðning við starfsemina rennur út í lok skólaárs 2018-2019.
Fræðsluráð samþykkir að Ingibjörg Isaksen verði skipuð í hópinn.

Stjórn Akureyrarstofu - 268. fundur - 18.12.2018

Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir vinnu starfshóps um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi í bænum.

Stjórn Akureyrarstofu - 271. fundur - 07.02.2019

Lagt fram minnisblað starfshóps þar sem fram kemur með hvaða hætti Akureyrarbær getur komið að listnámi í bænum.