Villikettir á Akureyri

Málsnúmer 2018060258

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 39. fundur - 07.09.2018

Dýraverndunarfélagið Villikettir óskar eftir samstarfi við Akureyrarbæ og viðurkenningu á aðferðafræði sinni sem kennd er við TNR (Trap-Neuter-Return) eða Fanga-Gelda-Skila.

Félagið óskar hér með eftir formlegum samningi við Akureyrarbæ þannig að ekki sé neinn vafi um heimildir félagsins til að sinna dýravelferð í bæjarlandi Akureyrar.

Einnig óskar Dýraverndunarfélagið Villikettir eftir viðurkenningu Akureyrarbæjar á merkingum félagsins á villiköttum sem hafa farið í gegnum TNR prógrammið og líti svo á að eyrnamerkingar félagsins á geldum villiköttum sé næg staðfesting á að þarna sé um villikött að ræða sem séð er um af hálfu félagsins Villikatta og muni í öllum tilfellum leita til félagsins ef skjólstæðingar þess koma til afskipta sveitarfélagsins.

Félagið óskar einnig eftir afnotum af húsnæði undir starfsemina, eða lóð þar sem hægt væri að setja niður lítið færanlegt hús sem gæti hýst þær kisur sem verið er að hjálpa.
Umhverfis- og mannvirkjaráð getur ekki orðið við erindinu vegna reglna í Samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað.

Ólafur Kjartansson V-lista lagði fram bókun: Ástandið á kattamálum er óviðunandi. Brýnt er að endurskoða regluverkið svo takast megi að koma lagi á ástandið.