Erindi dagsett 7. desember 2016 þar sem Norðurorka hf., kt. 550978-0169, hefur ákveðið að breyta nýtingu á húsum nr. 3 og nr. 1 við Rangárvelli. Felast þær breytingar í því að færa matsal í byggingu nr. 3 úr byggingu nr. 1 og breyta núverandi matsal í skrifstofuhúsnæði ásamt ýmsum öðrum breytingum sem snúa að starfsmannaaðstöðu og aðgengismálum.
Þar sem bygging Orkugarðs er forsenda breytinga á öðrum húsum á Rangárvöllum lýsir Norðurorka því hér með yfir að brunahönnun á húsi nr. 1 verður unnin samhliða hönnun á breytingum og er gert ráð fyrir að sú vinna verði unnin 2017. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.