Hafnarstræti 106, baklóð - fyrirspurn

Málsnúmer 2016030167

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Erindi dagsett 21. mars 2016 þar sem Ólafur Rúnar Ólafsson f.h H-fasteigna ehf., kt. 661112-0260, Natten ehf., kt. 530199-2319, og H-104 Fasteignafélags ehf., kt. 410908-1150, sendir inn erindi vegna framkvæmda á baklóð Hafnarstrætis 106. Óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar varðandi sjónarmið nágranna og afgreiðslu erinda.
Svör skipulagsnefndar við spurningum eru:

1) Öll erindi um byggingar- eða framkvæmdarleyfi eru afgreidd í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012, skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og önnur lög og reglugerðir eftir því sem við á. Þar sem farið er fram á samþykki eða grenndarkynningu til nágranna með vísun til ofangreindra laga og reglugerða, og þegar skipulagsnefnd telur tilefni til, er öllum nágrönnum sent bréf þar sem tilgreindur er frestur til að koma fram með athugasemdir. Önnur erindi, þar sem lög eða reglugerðir fara ekki fram á samþykki eða grenndarkynningu til nágranna, eru afgreidd í skipulagsnefnd eða á afgreiðslufundi skipulagsstjóra eftir því sem við á og heimilt er að gera. Í samræmi við bókun skipulagsnefndar dagsett 25. mars 2015 eru öll byggingarleyfisskyld erindi í miðbæ Akureyrar tekin til afgreiðslu nefndarinnar.

2) Vísað er til svars hér að ofan. Lóðarhafar hafa rétt til ýmissa framkvæmda innan sinna lóða án þess að sækja þurfi um byggingarleyfi sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð eða fá samþykki nágranna nema það sé sérstaklega tekið fram í sömu grein.