Styrkbeiðnir til velferðarráðs og samfélags- og mannréttindaráðs 2016

Málsnúmer 2016010166

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1242. fundur - 21.12.2016

Teknar til afgreiðslu styrkbeiðnir til velferðarráðs fyrir árið 2016.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir eftirfarandi afgreiðslur:



Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.



Ingunn Högnadóttir. Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.



Mæðrastyrksnefnd. Velferðarráð samþykkir rekstrarstyrk vegna ársins 2016 að upphæð kr. 250.000 og styrk til Jólaaðstoðar - samstarf með Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum á Akureyri og Rauða krossinum við Eyjafjörð að upphæð kr. 250.000.



Kvennaathvarfið. Velferðarráð samþykkir rekstrarstyrk vegna ársins 2016 að upphæð kr. 100.000.



Kvennaráðgjöfin. Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.



Samhyggð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Velferðarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000.



Umhuga - heimaþjónusta ehf. Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.



Wilson félagið. Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.