Hljóðvist í íþróttamannvirkjum

Málsnúmer 2015100029

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 175. fundur - 07.10.2015

Birna Baldursdóttir L-lista fór af fundi kl. 15:51.
Umræður um hljóðvist í íþróttamannvirkjum í framhaldi af ráðstefnu um streitu og hávaða sem haldin var á Akureyri 20. september 2015.
Íþróttaráð óskar eftir því að Fasteignir Akureyrarbæjar láti gera úttekt og mælingar á hljóðvist í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar með tilliti til heilbrigðisviðmiða.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 268. fundur - 16.10.2015

Lögð fram ósk íþróttaráðs um að gerð verði úttekt og mælingar á hljóðvist í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar með tilliti til heilbrigðisviðmiða
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur Fasteignum Akureyrarbæjar að gera úttekt á íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar með tilliti til hljóðvistar.

Íþróttaráð - 186. fundur - 18.02.2016

Lagðar fram niðurstöður úr hljóðvistarmælingum Vinnueftirlitsins sem gerðar voru í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar í nóvember 2015.
Frestað.

Íþróttaráð - 187. fundur - 24.02.2016

Lagðar fram niðurstöður úr hljóðvistarmælingum Vinnueftirlitsins sem gerðar voru í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar í nóvember 2015.
Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að kynna niðurstöður fyrir skólanefnd Akureyrarbæjar, skólastjórum, íþróttakennurum, forstöðumönnum og starfsmönnum íþróttamannvirkja.

Almennt komu íþróttamannvirki Akureyrarbæjar vel út í hljóðvistarmælingum Vinnueftirlitsins.

Íþróttaráð felur Fasteignum Akureyrarbæjar að koma með tillögur og kostnaðargreina úrbætur í þeim þremur mannvirkjum sem krefjast betri hljóðvistar samkvæmt niðurstöðum mælinganna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 275. fundur - 04.03.2016

Lagðar fram niðurstöður úr hljóðvistarmælingum Vinnueftirlitsins sem gerðar voru í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar í nóvember 2015.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar lýsir ánægju sinni með almennt góða útkomu á hljóðvist í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar og felur Fasteignum Akureyrarbæjar að kostnaðargreina úrbætur á hljóðvist í íþróttahúsi Glerárskóla.

Skólanefnd - 5. fundur - 21.03.2016

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ og Steindór Ívar Ívarsson frá Fasteignum Akureyrarbæjar kynntu niðurstöður hljóðvistarmælinga í íþróttamannvirkjum.
Skólanefnd þakkar kynninguna.