Byrjendalæsi

Málsnúmer 2015090022

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 16. fundur - 07.09.2015

Á fundinn mættu Birna Svanbjörnsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Jenný Gunnbjörnsdóttir sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar HA.
Skólanefnd þakkar þeim Birnu og Jennýju kærlega fyrir kynninguna.

Grunn- og leikskólar Akureyrarbæjar sem og skóladeild Akureyrar hafa átt gott samstarf við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.
Skólanefnd Akureyrarbæjar harmar þá togstreitu sem uppi er í samskiptum Menntamálastofnunar og Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri í aðdraganda læsisátaks menntamálaráðuneytisins.
Skólanefnd hvetur stofnunina og ráðherra til að nýta þá miklu þekkingu og reynslu sem til staðar er í MSHA varðandi læsi og lestrarkennslu. Í því sambandi væri hægt að horfa til þess að tvö þeirra sérfræðistarfa sem Menntamálastofnun hefur auglýst, verði staðsett við MSHA.