3. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 4. maí 2016:
Drög að samstarfssamningi við Aflið lagður fyrir að nýju auk leigusamnings vegna Gamla Spítala - Gudmanns Minde.
Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamning á milli Akureyrarbæjar og Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi og vísar honum til bæjarráðs.
Velferðarráð óskar eftir því að fjárheimild vegna Gudmanns Minde, Aðalstræti 14 verði flutt til þess að standa undir kostnaði við samninginn.
Ennfremur samþykkir velferðarráð fyrir sitt leyti fyrirliggjandi húsaleigusamning vegna Gudmanns Minde, Aðalstræti 14.