Þingvallastræti 36 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2014100162

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 514. fundur - 23.10.2014

Erindi dagsett 17. október 2014 þar sem Hörður Sverrisson sækir um stöðuleyfi fyrir garðskúr við Þingvallastræti 36 í þrjá til fjóra mánuði.

Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem ekki er heimilt að setja niður garðskúr af umræddu umfangi innan íbúðahúsalóða. Einnig er bent á að um sambrunahættu getur verið að ræða vegna nálægðar við einbýlishús á lóðinni og nærliggjandi lóðir.

Frestur til að fjarlægja skúrinn er gefinn til 31. október n.k.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 521. fundur - 11.12.2014

Erindi dagsett 8. desember 2014 þar sem Hörður Sverrisson sækir um leyfi fyrir garðskúr við Þingvallastræti 36. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem staðsetning garðskúrsins skapar brunahættu vegna nálægðar gagnvart núverandi íbúðarhúsi á lóðinni.