1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. september 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" í samræmi við bókun nefndarinnar 30. júlí sl. Breytingartillagan gerir ráð fyrir niðurrifi á tveimur bröggum á lóðinni nr. 4 við Fiskitanga, matsnúmer 214-9755 og 214-9759. Tillagan er unnin af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt hjá AVH teiknistofu ehf, dagsett 1. september 2014.
Í umsögn Norðurorku, dagsettri 4. september 2014, kemur fram að Norðurorka eigi dreifistöð við braggana. Finna þarf lausn þannig að dreifistöðin verði í útkanti nýbyggingarinnar við opna umferð eða þá að eldri stöð við Hafnarhús verði stækkuð. Einnig er möguleiki á að stöðin verði á núverandi stað ef aðkoma verður tryggð.
Einungis er um að ræða niðurrif á tveimur bröggum þar sem fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar um niðurrifið og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Norðurorku um að fundin skuli lausn á málefni spennistöðvar, sem er innan lóðar ÚA, áður en hafnar verði breytingar á mannvirkjum.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi um niðurrif bragganna. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.