Blakdeild KA - umsókn um styrk vegna öldungablakmóts 2014 á Akureyri

Málsnúmer 2014040051

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 149. fundur - 10.04.2014

Erindi ódags. frá blakdeild KA þar sem óskað er eftir styrk vegna húsaleigu.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar ráðsins.

Íþróttaráð - 150. fundur - 08.05.2014

Tekið fyrir að nýju ódags. erindi frá blakdeild KA þar sem óskað er eftir styrk vegna húsaleigu á öldungablakmóti sem fram fór á Akureyri dagana 1.- 3. maí sl. Erindið var síðast á dagskrá íþróttaráðs 10. apríl sl.

Íþróttaráð samþykkir að styrkja blakdeild KA með því að fella niður húsaleigu vegna keppni í íþróttahúsi Síðuskóla og Íþróttahöllinni. Upphæð styrksins er metin á kr. 589.600.

Frístundaráð - 6. fundur - 06.04.2017

Erindi dagsett 4. apríl 2017 frá Blakdeild KA sem óskar eftir afnotum af íþróttahúsum bæjarins til að halda öldungamót í blaki á árinu 2018.
Frístundaráð tekur jákvætt í erindi blakdeildar og hvetur félagið til að sækja um að mótið verði haldið á Akureyri. Frístundaráð samþykkir að styrkja Blakdeild KA vegna mótsins. Nánari ákvörðun um styrkupphæð verður tekin við gerð fjárhagsáætlunar næsta haust.

Frístundaráð - 28. fundur - 22.03.2018

Tekið fyrir erindi dagsett 15. mars 2018 frá Blakdeild KA þar sem óskað er eftir styrk vegna 43. Öldungamóts BLÍ, BLAKA 2018 sem fram fer á Akureyri 28.- 30. apríl nk.
Frístundaráð samþykkir að styrkja mótahaldið með fríum afnotum af mannvirkjum auk kr. 1.250.000 vegna aðstöðusköpunar við að setja gólf á gervigrasið í Boganum.

Ráðið samþykkir ekki að þátttakendur fái frímiða í sund.



Ari Orrason mætti á fundinn kl. 11:45.