Frístundaráð

28. fundur 22. mars 2018 kl. 11:00 - 13:54 Félagsheimili Þórs, Hamri við Skarðshlíð
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fyrirkomulag vinnuskóla - tillaga að færslu skólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs

Málsnúmer 2018030249Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs og forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar þar sem lagt er til að yfirumsjón með Vinnuskóla Akureyrar verði færð frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið
Frístundaráð samþykkir tilfærslu vinnuskólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði og yfir á samfélagssvið.

2.Skákfélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna alþjóðlegs skákmóts 2019

Málsnúmer 2018010366Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2018 frá formanni Skákfélags Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna alþjóðlegs skákmóts vorið 2019.
Frístundaráð tekur vel í erindið og vísar því til næstu fjárhagsáætlunargerðar.

3.Íþróttamiðstöð Glerárskóla

Málsnúmer 2018030330Vakta málsnúmer

Til umræðu sumaropnun á Glerárlaug.
Frístundaráð samþykkir að Glerárlaug verði opin yfir sumarmánuðina.

Ráðið felur deildarstjóra íþróttamála að útfæra opnun og í samráði við starfsmenn laugarinnar.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir mætti á fundinn kl. 11:35.

4.Sundaðstaða fyrir skjólstæðing

Málsnúmer 2018020190Vakta málsnúmer

Erindi frá starfsfólki Heimahlynningar þar sem vakin er athygli á skertum möguleika skjólstæðings Heimahlynningar á því að sækja sund eftir að lokað var á aðgengi hóps að Kristneslaug.
Frístundaráð þakkar bréfriturum erindið. Í starfsáætlun ráðsins er gert ráð fyrir bættu aðgengi fatlaðra að Sundlaug Akureyrar.

5.Blakdeild KA - umsókn um styrk vegna öldungablakmóts á Akureyri

Málsnúmer 2014040051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 15. mars 2018 frá Blakdeild KA þar sem óskað er eftir styrk vegna 43. Öldungamóts BLÍ, BLAKA 2018 sem fram fer á Akureyri 28.- 30. apríl nk.
Frístundaráð samþykkir að styrkja mótahaldið með fríum afnotum af mannvirkjum auk kr. 1.250.000 vegna aðstöðusköpunar við að setja gólf á gervigrasið í Boganum.

Ráðið samþykkir ekki að þátttakendur fái frímiða í sund.



Ari Orrason mætti á fundinn kl. 11:45.

6.Norðurlands Jakinn 2018 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018030230Vakta málsnúmer

Erindi frá Magnúsi Ver Magnússyni f.h. Íslenskra kraftmanna þar sem óskað er eftir styrk vegna aflraunamótsins Norðurlands Jakinn 2018.
Frístundaráð tekur jákvætt í að útvega hópnum gistingu í Rósenborg meðan á mótinu stendur.

7.Hollvinafélag Húna II samningur 2018 - 2020

Málsnúmer 2018030257Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við Hollvinafélag Húna II.

8.KFUM og KFUK á Íslandi - styrkumsóknir og samningar

Málsnúmer 2015060073Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur KFUM og K 2016 auk fjárhagsáætlunar 2017.

9.Skátafélagið Klakkur - styrktarsamningur

Málsnúmer 2016110061Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur og ársskýrsla Skátafélagsins Klakks.

10.Íþróttafélagið Þór - félagssvæði Þórs

Málsnúmer 2018030340Vakta málsnúmer

Fulltrúar Þórs, Árni Óðinsson formaður, Unnsteinn Jónsson varaformaður og Valdimar Pálsson framkvæmdastjóri kynntu framtíðarhugmyndir félagsins um uppbyggingu á félagssvæðinu.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fulltrúum Þórs fyrir greinargóða kynningu. Einnig þakkar nefndin félaginu fyrir fundaraðstöðu og kaffiveitingar.

Óskar Ingi Sigurðsson vék af fundi kl. 13:10.

Fundi slitið - kl. 13:54.