Frístundaráð

6. fundur 06. apríl 2017 kl. 14:00 - 15:25 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Óskar Ingi Sigurðsson B-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir dagskrárliðum 1 - 7.

1.Endurnýjun áhalda og búnaðar í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012090204Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram tillögu vegna búnaðarkaupa fyrir endurbætta lóð Sundlaugar Akureyrar.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir kr. 12.000.000 úr áhalda- og búnaðasjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar til að útbúa leiksvæði á nýju og endurbættu sundlaugarsvæði.
Jónas Björgvin Sigurbergsson mætti á fundinn kl. 14:15.

2.Íþróttabandalag Akureyrar - samskipta- og samstarfssamningur Akureyrarbæjar og ÍBA

Málsnúmer 2015010126Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar og umræðu drög að samstarfs- og rekstrarsamningi við Íþróttabandalag Akureyrar.
Formanni og forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram.

3.Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010269Vakta málsnúmer

Skipa þarf fulltrúa nýs frístundaráðs í verkefnalið framkvæmdanna á félagssvæði Nökkva.
Frístundaráð samþykkir að skipa Óskar Inga Sigurðsson B-lista sem fulltrúa ráðsins.

4.Rekstrarstyrkir frístundaráðs til aðildarfélaga ÍBA

Málsnúmer 2014100111Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram tillögur að rekstrarstyrkjum til aðildarfélaga ÍBA fyrir árið 2017.
Frístundaráð samþykkir framlagðar tillögur.

5.Bílaklúbbur Akureyrar - rekstrar- og uppbyggingarsamningur

Málsnúmer 2008100034Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram drög að rekstrarstyrktarsamningi við Bílaklúbb Akureyrar fyrir árið 2017.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi VG leggur fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi VG bendir á að ákveðins ójafnræðis gæti í rekstrarsamningi við Bílaklúbb Akureyrar þar sem ekki er farið eftir reikniformúlu sem önnur íþróttafélög Akureyrarbæjar fylgja. Samkvæmt útreikningum hennar ætti BA að fá greiddar sem nemur 350.000 krónum. Nær fjórföldun þeirrar upphæðar er athugunarverð.



Frístundaráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra að undirrita hann fyrir hönd Akureyrarbæjar.

6.Ósk um styrk vegna húsaleigu í Sunnuhlíð 12

Málsnúmer 2017030094Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 8. mars 2017 frá formanni ÍBA þar sem óskað er eftir aðkomu Akureyrarbæjar að húsaleigusamningi ÍBA við Reginn vegna Sunnuhlíðar.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að ÍBA verði styrkt um kr. 520.000 á mánuði vegna aðstöðu KFA í Sunnuhlíð 12 fyrir tímabilið 1. janúar - 31. ágúst 2017. Samtals kr. 4.160.000.

7.Blakdeild KA - umsókn um styrk vegna öldungamóts í blaki á Akureyri

Málsnúmer 2014040051Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. apríl 2017 frá Blakdeild KA sem óskar eftir afnotum af íþróttahúsum bæjarins til að halda öldungamót í blaki á árinu 2018.
Frístundaráð tekur jákvætt í erindi blakdeildar og hvetur félagið til að sækja um að mótið verði haldið á Akureyri. Frístundaráð samþykkir að styrkja Blakdeild KA vegna mótsins. Nánari ákvörðun um styrkupphæð verður tekin við gerð fjárhagsáætlunar næsta haust.

8.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Á fundi frístundráðs þann 30. mars sl. var til umræðu samþykkt fyrir ungmennaráð. Sviðsstjóra var falið að leggja fram fullmótaða samþykkt fyrir næsta fund ráðsins.
Frístundaráð samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

9.Tónræktin - styrkbeiðni 2017

Málsnúmer 2017020092Vakta málsnúmer

Á fundi frístundaráðs þann 23. mars sl. var erindið til umfjöllunar og var sviðsstjóra falið að gera drög að samningi.
Frístundaráð samþykkir framlagðann samning fyrir sitt leyti og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 15:25.