Lagt fram til kynningar erindi dags. 1. nóvember 2013 sem bæjarráð vísar til skólanefndar.
Elís Pétur Sigurðsson Smárahlíð 16, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Búinn að vera á Húna II frá því að báturinn fór að sigla hér með ferðamenn og skólabörn. Húnamenn hafa verið að taka 6. bekkinga grunnskóla í nám með styrk frá bænum. Vill að þetta starf verði eflt og að saga útgerðarmanna verði sýnd í bátnum. Mikið fuglalíf á Pollinum og börnin þekkja enga fugla eða fjölda nafna sem margir fuglar bera. Vill aukið samstarf við skólana um þessa dagskrá.