Fyrir fundinum lá tillaga til umræðu um nýjar reglur vegna afslátta á gjaldskrám leikskóla. Á fundi skólanefndar 6. janúar 2014 var samþykkt að fela leikskólafulltrúa að vinna áfram að reglunum í samræmi við umræður á fundinum. Tillagan felur það í sér að sækja þurfi um afslátt frá gjaldskrá og að afsláttarprósenta verði tekjutengd í tveimur þrepum. Sambærilegar reglur eru gildar í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Þá liggur einnig fyrir erindi frá bæjarráði dags. 16. janúar 2014. Þar er greint frá því að Heimir Eggerz Jóhannsson hafi mætt í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Heimir er ósáttur við afsláttarfyrirkomulag í mötuneytum grunnskóla og frístund og vistunargjöld í leikskóla sem ná til námsmanna og einstæðra foreldra en ekki öryrkja.
Skólanefnd samþykkir að fela leikskólafulltrúa að vinna áfram að málinu með hliðsjón af umræðum á fundinum.