Upplýsingamiðstöð ferðamanna - rekstur 2012

Málsnúmer 2013010069

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 135. fundur - 10.01.2013

Lagt fram til kynningar bréf dags. 28. nóvember 2012, frá Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur, f.h. bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar, þar sem tilkynnt er að sveitarfélagið hyggist hætta að greiða framlag til reksturs upplýsingamiðstöðvarinnar frá og með 1. janúar 2013.

Framkvæmdastjóra falið að ræða við bréfritara um ástæður ákvörðunarinnar.