Erindi dagsett 30. maí 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Viðars Þórs Pálssonar og Sólveigar Styrmisdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu að Tjarnartúni 25. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð nr. 112/2012:
1) Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h. varðandi hönnun umferðarleiða innan bygginga, sjá kafla 6.4.
2) Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3) Gr. 6.7.8. Íbúðarherbergi varðandi kröfu um eitt 14 fm. herbergi.
4) Gr. 8.5.2. Gler.
5) Gr. 13.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Einnig er óskað eftir takmörkuðu byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, undirstöðum og frárennslislögnum. Innkomnar nýjar teikningar, gátlisti og umsókn Tryggva Tryggvasonar um að vera hönnunarstjóri.