Heilsugæslustöðin á Akureyri - starfsemi 2012

Málsnúmer 2012050153

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1144. fundur - 23.05.2012

Karólína Stefánsdóttir yfirfjölskylduráðgjafi, Þórir V. Þórisson yfirlæknir og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri á HAK fóru yfir stöðuna og starfsemina á heilsugæslunni. Lagðar fram upplýsingar um fjölskylduráðgjöfina á HAK og námsstefnuna Foreldrar í vanda - börn í vanda, sem haldin var 2. og 3. maí sl.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og tekur undir áhyggjur stjórnenda vegna álags á stofnunina og áhrif þess á þjónustuna.