Lögð fram til kynningar samþykkt frá aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ þar sem fram kemur eftirfarandi:
Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands haldinn 12. október 2011 samþykkir að halda óbreyttu markmiði EBÍ að hluti hagnaðar af starfsemi félagsins skuli árlega greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.
Aðalfundurinn felur stjórn félagsins að ákveða á hverju ári upphæð ágóðahlutagreiðslnanna. Til grundvallar ákvörðun stjórnarinnar skal ætíð taka mið af meginmarkmiðum fjárfestingastefnu EBÍ.
Fundurinn samþykkir að ekki verði greiddur út ágóðahlutur til aðildarsveitarfélaganna vegna ársins 2011.
Bæjarráð leggur til að kannaður verði möguleiki á að flytja starfsemi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands til Akureyrar.