1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. september 2010:
Erindi dags. 24. september 2010 frá Halldóri Jóhannssyni Teiknum á lofti ehf, f.h. SS-Byggis ehf. Hann óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja svæði á eignarlandi við Hlíðarenda sem samkvæmt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar verður skilgreint sem frístunda-, verslunar- og þjónustusvæði.
Meðfylgjandi eru skipulagsgögn dags. 24. september 2010, deiliskipulagsuppdráttur, skýringaruppdráttur og greinargerð.
Fulltrúi VG óskar bókað:
Tillögur að uppbyggingu frístunda-, verslunar- og þjónustusvæðis í landi Hlíðarenda eru bráðræði sem stýrist af hagsmunum verktaka en ekki ígrunduðu mati á þörfum ferðaþjónustu á Akureyri. VG ítrekar fyrri bókanir um mikilvægi þess að ráðist verði í heildstætt skipulag á útivist og landnotkun í Hlíðarfjalli sem og Glerárdal og bendir jafnframt á mikilvægi úttektar á þörfum ferðaþjónustu, m.a. nýtingu á núverandi gistirými í bænum áður en stutt verður við eins róttækar tillögur að auknu gistirými og þarna er lagt til.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Edward Hákon Huijbens fulltrúi VG sat hjá við afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir fulltrúi VG sat hjá við afgreiðslu.