Á fundinn mætti Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri og kynnti niðurstöður úr alþjóðlegri könnun um heilsu og lífskjör skólanema (HBSC) sem lögð var fyrir alla nemendur í 6., 8. og 10. bekkjum grunnskóla landsins fyrr á þessu ári. Rannsóknin er alþjóðleg og tóku 40 lönd þátt. Síðast var sambærileg rannsókn gerð árið 2006.
Helstu niðurstöður eru þær að: Lífskjör barna og unglinga á Íslandi virðast almennt hafa batnað frá 2006 til 2010. Börn og unglingar á Akureyri eru þar engin undantekning. Lífsánægja þeirra hefur aukist umtalsvert og þeim líkar aðeins betur í skólanum en þegar rannsóknin var síðast gerð fyrir fjórum árum. Nokkur munur er þó milli skóla hvað þetta varðar. Ekki eru þó allar breytingar á högum íslenskra skólanema jákvæðar. Líkt og á landinu í heild hreyfa nemendur á Akureyri sig minna en áður. Áfengisneysla barna á Akureyri er sjaldgæfari en reykingar aukast lítillega.
Skólanefnd þakkar Þóroddi fyrir kynninguna og felur fræðslustjóra að ræða niðurstöðurnar við skólastjóra með það að markmiði að bregðast við því sem betur má fara.