Málsnúmer 2016020192Vakta málsnúmer
Á fundi sínum 3. mars 2016 gerði bæjarráð eftirfarandi bókun:
Erindi dagsett 17. febrúar 2016 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem vísað er til ákvæða 4. gr. reglugerðar nr. 362/1995 um Vetraríþróttamiðstöð Íslands og óskað eftir að Akureyrarbær tilnefni tvo fulltrúa og tvo varafulltrúa í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands til næstu fjögurra ára. Skipunartími stjórnar rennur út 1. mars 2016. Samkvæmt reglugerðinni er annar fulltrúi Akureyrarbæjar formaður stjórnar.
Óskað er eftir með skírskotun til 15. gr. laga nr. 10/2008 að tilnefndir verði fjórir einstaklingar, tveir karlar og tvær konur. Ráðherra skipar í stjórnina og velur úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust.
Bæjarráð tilnefnir Siguróla Magna Sigurðsson og Þórunni Sif Harðardóttur sem aðalmenn og Ingibjörgu Ólöfu Isaksen og Jónas Björgvin Sigurbergsson til vara.