Frístundaráð

91. fundur 24. febrúar 2021 kl. 12:00 - 14:35 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Íþróttabandalag Akureyrar - 64. ársþing ÍBA

Málsnúmer 2020090648Vakta málsnúmer

Þingboð á 64. ársþing Íþróttabandalags Akureyrar lagt fram til kynningar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Fylgiskjöl:

2.Íþróttafélagið Þór - endurnýjun gólfs í Íþróttahúsi Síðuskóla

Málsnúmer 2021020451Vakta málsnúmer

Erindi frá Jóni Stefáni Jónssyni íþróttafulltrúa Þórs f.h. félagsins þar sem þess er óskað að framkvæmdum við endurnýjun gólfefnis í íþróttahúsi Síðuskóla verði flýtt um eitt ár og farið verði í framkvæmdirnar með það að markmiði að þeim verði lokið í ágúst/september 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2022.


Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Nú hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu við KA um uppbyggingu á félagssvæði þeirra og hafin umræða við Þór um að fara í deiliskipulagsvinnu á þeirra svæði. Einnig hefur nú borist erindi frá íþróttafulltrúa Þórs þar sem óskað er eftir endurnýjun á gólfefnum í íþróttahúsi Síðuskóla og umræða um endurskipulagningu á nýtingu þess og Íþróttahallarinnar, sem og umræða um mögulegar framkvæmdir á íþróttamiðstöð Glerárskóla.

Anna Hildur Guðmundsdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir kalla eftir umræðum um framtíðarsýn á nýtingu íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar og spyrja hvort ekki fari best á því að hlutaðeigandi aðilar setjist niður saman og komist að niðurstöðu um hvaða íþróttagreinar henti best fyrir hvert svæði fyrir sig. Það vantar sameiginlega framtíðarsýn sem byggir á hagsmunum allra. Eftir munu standa sterkari félög sem geta þá skipulagt til framtíðar og skýrari sýn fæst á málefni íþróttamála hjá Akureyrarbæ.


Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Sveinn Arnarsson S-lista, Viðar Valdimarsson M-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Hópur hefur nú þegar verið skipaður af frístundaráði varðandi sameiningar félaga og er hluti af þeirri vinnu að fara yfir nýtingu íþróttamannvirkja.

3.Íþróttamiðstöð Glerárskóla

Málsnúmer 2018030330Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmdir og framíðarsýn fyrir íþróttamiðstöð Glerárskóla.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlauga og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

4.Aðkoma Akureyrarbæjar að íþróttatengdum viðburðum

Málsnúmer 2021022937Vakta málsnúmer

Lagt fram til umræðu minnisblað vegna aðkomu Akureyrarbæjar að íþróttatengdum viðburðum.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

5.Samfella í skóla- og frístundastarfi barna

Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer

Minnisblöð, annars vegar frá Eflu um útfærslu á frístundaakstri og hins vegar frá Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslusviðs um aðkomu fræðslusviðs að mönnun frístundavagna, lögð fram til umræðu.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA, Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð telur mikilvægt að haldið verði áfram með verkefnið og veitt verði fjármagn til þess að hægt sé að koma því af stað haustið 2021. Óskað er eftir afstöðu fræðsluráðs til málsins.

6.Ungmennaráð - fundargerðir

Málsnúmer 2014100110Vakta málsnúmer

Fundargerð ungmennaráðs nr. 14 lögð fram til kynningar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags sátu fundinn undir þessum lið.
Fylgiskjöl:

7.Starfsemi ungmennahúss

Málsnúmer 2018010427Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Ölfu Aradóttur forstöðumanns forvarnamála varðandi starfsemi Ungmennahúss.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála sat fundinn undir þessum lið.

8.Forvarnardagurinn 2020

Málsnúmer 2020100015Vakta málsnúmer

Skýrsla frá Forvarnardeginum 2020 lögð fram til kynningar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála sat fundinn undir þessum lið.

9.Tónræktin - starfsskýrslur

Málsnúmer 2018060435Vakta málsnúmer

Starfsskýrsla Tónræktarinnar lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:35.