Málsnúmer 0Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. febrúar 2011:
Í framhaldi af máli BN100248 lagði skipulagsstjóri fram í samráði við formann skipulagsnefndar tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta miðbæjar. Deiliskipulagsuppdrátturinn ásamt húsakönnun er unnin af X2 skipulagi og hönnun ehf, dags. 7. febrúar 2011.
Haldinn var íbúafundur þann 17. febrúar 2011 og tillagan kynnt. Á fundinum komu m.a. fram óskir um breytingar á Hólabraut til að sporna við gegnumakstri í götunni sem er til mikils ama fyrir íbúa við götuna.
Skipulagsnefnd leggur til að Hólabraut verði gerð að botnlangagötu við Smáragötu og að gerður verði snúningshaus við enda hennar. Einnig að sett verði kvöð um að lóðarhafi Hólabrautar 16 setji girðingu við gangstétt í Laxagötu og hliðslá við útkeyrslu að Laxagötu sem eingöngu yrði notuð vegna vöruflutninga.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn staðfestir 1., 3., 4., 6. og 7. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 16. febrúar 2011 með 11 samhljóða atkvæðum.