Bæjarstjórn

3498. fundur 21. september 2021 kl. 16:00 - 16:20 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Andri Teitsson
  • Hlynur Jóhannsson
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Gunnar Gíslason
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Tryggvi Már Ingvarsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista mætti í forföllum Þórhalls Jónssonar.

1.Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - barnaverndarnefnd

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan aðalfulltrúa í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar.

Auður Hörn Freysdóttir verði aðalfulltrúi í stað Álfheiðar Svönu Kristjánsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - barnaverndarnefnd

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan varafulltrúa í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar.

Kristján Már Magnússon verði varafulltrúi í stað Róberts Freys Jónssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan aðalfulltrúa í samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.

Heimir Haraldsson verði aðalfulltrúi í stað Róberts Freys Jónssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 - árshlutauppgjör

Málsnúmer 2021090476Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. september 2021:

Lagt fram árshlutauppgjör janúar-júní 2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði og Andri Teitsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar árshlutauppgjöri til umræðu í bæjarstjórn.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti árshlutauppgjörið.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn staðfestir árshlutauppgjörið með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa

Málsnúmer 2010030022Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. september 2021:

Lögð fram drög að breytingum á reglum um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa út frá lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Heimir Haraldsson kynnti breytingatillöguna.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021 - viðauki

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. september 2021:

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 5 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 5 með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Alþingiskosningar 2021 - starfsfólk í kjördeildum

Málsnúmer 2021060932Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar listi frá kjörstjórn Akureyrarbæjar með nöfnum 36 aðalmanna vegna starfa í kjördeildum við alþingiskosningar þann 25. september nk.

8.Alþingiskosningar 2021 - afgreiðsla athugasemda við kjörskrá

Málsnúmer 2021060932Vakta málsnúmer

Lagt er til að bæjarlögmanni verði veitt heimild til að afgreiða athugasemdir við kjörskrá sem berast kunna og leiðrétta kjörskrá.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Íþróttastefna

Málsnúmer 2017020033Vakta málsnúmer

Rætt um íþróttastefnu Akureyrarbæjar, framhald umræðu á fundi bæjarstjórnar 7. september sl.

Sóley Björk Stefánsdóttir reifaði máli og kynnti bókun.
Bæjarstjórn samþykkir að hefja vinnu að lýðheilsustefnu sem gengur þvert á svið forvarna-, velferðar- og tómstundamála. Endurskoðun íþróttastefnu með áherslu á jafnrétti og lýðheilsu verður fyrsti áfangi í þeirri vinnu.

10.Sumarlokun göngugötu

Málsnúmer 2021090690Vakta málsnúmer

Rætt um sumarlokun göngugötu.

Hilda Jana Gísladóttir reifaði málið og kynnti bókun.
Bæjarstjórn leggur til að núgildandi samþykkt um verklagsreglur vegna tímabundinna lokana gatna verði tekin til endurskoðunar, með það að markmiði að auka lokun göngugötunnar í Hafnarstræti yfir sumarmánuðina. Felur bæjarstjórn skipulagsráði að vinna drög að breytingum á reglunum í samráði og samtali við hagaðila. Skoða þarf sérstaklega hvernig tryggja megi aðgengi fatlaðs fólks að nauðsynlegri þjónustu á svæðinu.

11.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2021010534Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 8. og 16. september 2021
Bæjarráð 9. og 16. september 2021
Frístundaráð 15. september 2021
Fræðsluráð 6. september 2021
Skipulagsráð 15. september 2021
Stjórn Akureyrarstofu 16. september 2021
Umhverfis- og mannvirkjaráð 10. september 2021
Velferðarráð 8. september 2021

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:20.