Málsnúmer 2010030022Vakta málsnúmer
Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. september 2021:
Lögð fram drög að breytingum á reglum um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa út frá lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Heimir Haraldsson kynnti breytingatillöguna.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista mætti í forföllum Þórhalls Jónssonar.