Bæjarstjórn

3465. fundur 17. desember 2019 kl. 16:00 - 18:34 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Súlur Björgunarsveit Akureyri - styrkur

Málsnúmer 2019120238Vakta málsnúmer

Þakkir til björgunarsveitarinnar Súlna fyrir ómetanlegt framlag.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkir að styrkja björgunarsveitina Súlur á Akureyri um 4 milljónir króna vegna óeigingjarns starfs sveitarinnar í þágu íbúa á Norðurlandi sl. 20 ár.

Í síðustu viku geisaði mannskaðaveður á landinu sem hafði mikil áhrif á daglegt líf íbúa m.a. á Norðurlandi og enn er ekki útséð með hversu miklum skaða veðrið hefur valdið. Það er ljóst að björgunarsveitirnar gegndu afar stóru hlutverki og án þeirra getum við ekki verið. Þegar ýmis kerfi sem áttu ekki að geta brugðist gerðu það samt stóðu björgunarsveitirnar sem klettur og voru lykilaðilar í fjölda björgunaraðgerða, jafnt smárra sem stórra. Fyrir þeirra tilstilli var hægt að sinna lágmarks velferðarþjónustu á svæðinu bæði á vegum ríkis og sveitarfélags, þar sem björgunarsveitarfólk tók að sér að ferja heilbrigðisstarfsfólk á milli staða.

Bæjarstjórn þakkar björgunarsveitinni Súlum fyrir ómetanlegt framlag í þágu sveitarfélagsins og íbúa þess.

2.Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - fræðsluráð

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í fræðsluráði:

Birna Baldursdóttir verði varafulltrúi í stað Sólveigar Maríu Árnadóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2020

Málsnúmer 2019120139Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2019:

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2020.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa gjaldskrám Akureyrarbæjar 2020 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillöguna.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagðar gjaldskrár.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

4.Álagning gjalda - útsvar 2020

Málsnúmer 2019120111Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2019:

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2020 í Akureyrarbæ.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að útsvar verði 14,52% á árinu 2020 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason D-lista situr hjá við afgreiðsluna.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir með 10 atkvæðum að útsvar verði 14,52 % á árinu 2020.

Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðsluna.

5.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2020

Málsnúmer 2019120113Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2019:

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2020.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2020 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillöguna.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Hilda Jana Gísladóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2020.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiða atkvæði gegn tillögunni.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Bæjarfulltrúar D-lista þau Eva Hrund Einarsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Þórhallur Jónsson leggja fram eftirfarandi bókun:

Í fyrri umræðu fjárhagsáætlunar stóð til að lækka fasteignagjöld í 0.32 og erum við ósátt við að sú ákvörðun gangi til baka. Sveitarfélögin eru í miðjum kjarasamningaviðræðum þar sem þetta er eitt af þeim atriðum sem mótsamningsaðili er að horfa á. Því hefðum við talið mikilvægt að halda okkur við fyrri áætlun. Akureyrarbær hefur á brattan að sækja með að laða að sér fyrirtæki og íbúa um þessar mundir og erum við á því að þetta sé ekki leið til þess að stuðla að jákvæðri þróun í þeim efnum. Við erum á því að ríkara tilefni sé að stuðla að því að laða hér fleiri að sem greiða þá útsvar til þess að standa undir kostnaði af því að reka sveitarfélagið en að hækka fasteignaálögur.

Meirihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun

Meirihluti bæjarstjórnar hefur lækkað fasteignaskatt um 13% á undanförnum árum, en telur í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins að slíkt sé ekki tímabært nú.

6.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2020 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2019120113Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2019:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillöguna. Auk hans tók Hilda Jana Gísladóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019 með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2019:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2020-2023 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hlynur Jóhannsson, Þórhallur Jónsson og Andri Teitsson.
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti

Samstæðureikningur Sveitarsjóðs A-hluti

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2020

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2021

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2022

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2023

Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2020-2023


A-hluta stofnanir:

Aðalsjóður

Eignasjóður gatna o.fl.

Fasteignir Akureyrarbæjar

Framkvæmdamiðstöð


B-hluta stofnanir:

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

Félagslegar íbúðir

Gjafasjóður ÖA

Hafnasamlag Norðurlands

Norðurorka hf.

Strætisvagnar Akureyrar

Öldrunarheimili Akureyrar


Aðalsjóður:

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu 2020 að fjárhæð - 1.117.108 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2020 að fjárhæð 14.422.577 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiða atkvæði á móti.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.


A-hluta stofnanir:

I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 2020 að fjárhæð 77.327 þús. kr.

II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 2020 að fjárhæð 619.207 þús. kr.

III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 2020 að fjárhæð 6.076 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana bornir upp í einu lagi og samþykktir með 6 atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiða atkvæði á móti.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.


Samstæðureikningur:

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu 2020 að fjárhæð

-14.498 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 34.988.232 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiða atkvæði á móti.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.


B-hluta stofnanir:

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður 2020 eru:

I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða 2.855 þús. kr.

II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 120 þús. kr.

III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -18.989 þús. kr.

IV. Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða -3.619 þús. kr.

V. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 251.395 þús. kr.

VI. Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða 386.011 þús. kr.

VII. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 8 þús. kr.

VIII. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 þús. kr.


Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana bornar upp í einu lagi og samþykktar með 6 atkvæðum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sitja hjá við afgreiðsluna.


Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti með rekstrarniðurstöðu 2020 að fjárhæð 106.830 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2020 að fjárhæð 58.916.219 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiða atkvæði á móti.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.


Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2020:

Aðalsjóður 1.293.000 þús. kr.

A-hluti 2.117.000 þús. kr.

B-hluti 2.276.590 þús. kr.

Samantekinn A- og B-hluti 4.393.590 þús. kr.

Framkvæmdayfirlitið borið upp og samþykkt með 6 atkvæðum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sitja hjá við afgreiðsluna.


Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2020 lagðar fram:

a) Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.

a) liður samþykktur með 6 atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sitja hjá við afgreiðsluna.


b) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

b) liður samþykktur með 9 atkvæðum.

Hlynur Jóhannsson M-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sitja hjá við afgreiðsluna.


c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar 2020

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2020. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna. Allar slíkar breytingar þarf að leggja fyrir viðkomandi nefnd og bæjarráð.

c) liður samþykktur með 9 atkvæðum.

Hlynur Jóhannsson M-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sitja hjá við afgreiðsluna.


Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.


Forseti lýsir því yfir að 7. liður dagskrárinnar ásamt 5. lið í fundargerð bæjarráðs frá 12. desember 2019 séu þar með afgreiddir.


Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég harma fyrirhugaðan niðurskurð í forvarnamálum og þjónustu við ungt fólk. Ég tel ákvörðunina tekna á ófaglegum forsendum og vera til marks um skilningsleysi og metnaðarleysi í þjónustu við ungt fólk.


Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar leggja fram eftirfarandi bókun:

Akureyrarbær leggur mikinn metnað í forvarnamál og er fjárhagslegt framlag sveitarfélagsins á hvern íbúa til málaflokksins með því hæsta sem gerist á landinu. Í þeim breytingum sem gerðar verða milli áranna 2019-2020 er annars vegar fyrirhugað að sýna ráðdeild í rekstri og skipulagi innra starfs. Hins vegar er horft til mikilvægra verkefna s.s. samfellu í skóla- og frístundastarfi og ítarlegri yfirferð á forvarnastarfi, sérstaklega 2. stigs forvörnum. Í því skyni er stefnt að því að kanna viðhorf ungmenna, foreldra og kennara til forvarnastarfs og hvernig fjármagnið getur nýst enn betur. Þá á að setja mælanlega mælikvarða á forvarnastarf bæjarins. Auk þessa er haldið áfram með þau fjölmörgu verkefni á sviði forvarna sem bærinn hefur byggt upp undanfarin ár. Meirihluti bæjarstjórnar áréttar að forvarnamál Akureyrarbæjar eru til fyrirmyndar á landsvísu og verður engin breyting þar á.


Bæjarfulltrúar D-lista þau Eva Hrund Einarsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Þórhallur Jónsson leggja fram eftirfarandi bókun:

Þessi fjárhagsáætlun tekur að mestu mið af þeirri rekstrarstöðu sem er vegna fjölgunar stöðugilda og útgjaldaaukningar síðustu ára. Frá árinu 2017-2019 hafa stöðugildi aukist um sextíu í A-hlutanum og ekki má sjá að þeim fari fækkandi. Við bentum á að sú þróun væri varasöm ef ekki yrði brugðist við strax með aðhaldsaðgerðum á móti. Það var ekki gert og því er sem er. Nú er komið svo að bréf hefur borist frá eftirlitsnefnd fjármála sveitarfélaga þar sem bent er á slæma stöðu Akureyrarbæjar. Staðan er orðin þannig að við getum engan veginn sætt okkur við að samþykkja fjárhagsáætlun sem sýnir verulegt tap á A-hluta Akureyrarbæjar.

8.Samþykkt fyrir bæjarráð - endurskoðun 2019

Málsnúmer 2019090151Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2019:

Lögð fram drög að nýrri samþykkt fyrir bæjarráð.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum framlögð drög að nýrri samþykkt fyrir ráðið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti drögin.
Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að nýrri samþykkt fyrir bæjarráð með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 5. desember 2019
Bæjarráð 5. og 12. desember 2019
Frístundaráð 4. desember 2019
Fræðsluráð 2. desember 2019
Stjórn Akureyrarstofu 5. desember 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 29. nóvember og 13. desember 2019
Velferðarráð 4. desember 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins, fjölskyldum þeirra og Akureyringum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Fyrir hönd bæjarfulltrúa óskaði Sóley Björk Stefánsdóttir forseta gleðiríkra og friðsælla jóla og þakkaði samstarfið á árinu sem er að líða.

Fundi slitið - kl. 18:34.