Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer
Verkefnið Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar 2014-2017 og er sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Meginmarkmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins. Verkefnið er ætlað viðkomandi byggðarlögum til að nýta sóknarfæri, einkum þau sem byggja á sérstöðu þeirra.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti stöðu verkefnanna í Grímsey og Hrísey.
Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir og Halla Björk Reynisdóttir.