Málsnúmer 2016080057Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 12. október 2016:
Erindi dagsett 15. ágúst 2016 þar sem Sigmundur Ófeigsson fyrir hönd Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, óskar eftir leyfi til að hækka nýtingarhlutfall á lóðunum við Austurbrú, númer 2-12 til að nýta ónýtt rými í kjallara. Ekki er verið að auka grunnflöt húsanna. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram breytingu á deiliskipulagi á fundi 24. ágúst 2016. Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu, dagsett 29. septemer 2016.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Einungis er um að ræða minniháttar aukningu á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.