Bæjarstjórn

3399. fundur 18. október 2016 kl. 16:00 - 16:12 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Austurbrú 2-12 - umsókn um hækkun á nýtingarhlutfalli

Málsnúmer 2016080057Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 12. október 2016:

Erindi dagsett 15. ágúst 2016 þar sem Sigmundur Ófeigsson fyrir hönd Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, óskar eftir leyfi til að hækka nýtingarhlutfall á lóðunum við Austurbrú, númer 2-12 til að nýta ónýtt rými í kjallara. Ekki er verið að auka grunnflöt húsanna. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram breytingu á deiliskipulagi á fundi 24. ágúst 2016. Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu, dagsett 29. septemer 2016.

Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Einungis er um að ræða minniháttar aukningu á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Alþingiskosningar 2016 - undirkjörstjórnir

Málsnúmer 2016090001Vakta málsnúmer

Lagður fram listi með nöfnum þrjátíu og sex aðalmanna og þrjátíu og sex varamanna í undirkjörstjórnir við alþingiskosningar þann 29. október nk.
Bæjarstjórn samþykkir þær tilnefningar sem fram koma á listanum með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Alþingiskosningar 2016 - kjörskrá

Málsnúmer 2016090001Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 29. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að bókun með 11 atkvæðum.

4.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 6. og 13. október 2016
Bæjarráð 6. og 13. október 2016
Framkvæmdaráð 6. október 2016
Íþróttaráð 6. október 2016
Samfélags- og mannréttindaráð 4. október 2016
Skipulagsnefnd 5. og 12. október 2016
Skólanefnd 3. október 2016
Stjórn Akureyrarstofu 6. otkóber 2016
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 6. október 2016
Umhverfisnefnd 11. október 2016
Velferðarráð 5. október 2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 16:12.