Lagt fram til kynningar bréf dagsett 4. nóvember 2016 frá formanni kjörstjórnar Akureyrarkaupstaðar, Helgu G. Eymundsdóttur. Í bréfinu kemur fram að í Alþingiskosningunum sem fram fóru þann 29. október sl. þá hafi kjörfundur hafist á öllum kjörstöðum Akureyrarkaupstaðar kl. 09:00 og lauk kl. 22:00 á Akureyri, kl. 10:30 í Grímsey og kl. 18:00 í Hrísey.
Á kjörskrá voru 13.941 en á kjörstað á kjördag kusu 9.038. Utan kjörfundar greiddu atkvæði 1.816 þannig að samtals greiddu 10.854 atkvæði og kosningaþátttakan 77,86% sem er undir meðallagi miðað við undanfarin ár á Akureyri.
Kjörfundur gekk mjög vel og sem endranær telur kjörstjórn ástæðu til að hrósa öllu starfsfólki sérstaklega fyrir þeirra framlag til kosninganna, en að venju var fumlaus framkoma þeirra og ósérhlífni við undirbúning og framgang kosninganna sem er lykill að velheppnaðri framkvæmd þeirra.