Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

994. fundur 21. nóvember 2024 kl. 13:30 - 14:10 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
  • Ólafur Elvar Júlíusson verkefnastjóri byggingarmála
  • Katrín Rós Ívarsdóttir verkefnastjóri fasteignaskráningar
Fundargerð ritaði: Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Oddeyrarskóli - umsókn um byggingaráform

Málsnúmer 2024040578Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. apríl 2024 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Akureyrarbæjar sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss í Oddeyrarskóla. Innkomin gögn eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Oddagata 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 1

Málsnúmer 2024090334Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. september 2024 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. Ingibjargar Baldursdóttur sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir svölum á 1. og 2. hæð húss nr. 7 við Oddagötu. Innkomin gögn eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Eignaskiptayfirlýsing skal liggja fyrir áður en byggingarheimild er gefin út.

3.Lundargata 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 1

Málsnúmer 2024110321Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. nóvember 2024 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Gleypis ehf sækir um breytingar á geymslu í vinnustofu og íbúð í bakhúsi á lóð nr. 6 við Lundargötu. Jafnframt að byggja tvöfaldan bílskúr. Innkomin gögn eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

4.Hvannavellir 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 2

Málsnúmer 2024110387Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. nóvember 2024 þar sem Björn Guðbrandsson f.h. Korputorgs ehf sækir um breytingar innanhúss á húsi nr. 12 við Hvannavelli. Innkomin gögn eftir Björn Guðbrandsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

5.Lyngholt 20 - fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2024090668Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. september 2024 þar sem Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir óskar eftir breyttri notkun á bílskúr við hús nr. 20 við Lyngholt.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:10.