Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

990. fundur 25. október 2024 kl. 09:00 - 09:15 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
  • Ólafur Elvar Júlíusson verkefnastjóri byggingarmála
  • Katrín Rós Ívarsdóttir verkefnastjóri fasteignaskráningar
  • Hjálmar Andrés Jónsson verkefnastjóri byggingarmála
Fundargerð ritaði: Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Hafnarstræti 75 - umsókn um byggingarleyfi - niðurrif

Málsnúmer 2024100357Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2024 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Hótels Akureyrar ehf. sækir um niðurrif á húsi nr. 75 við Hafnarstræti.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. mannvirkjalaga.

2.Gleráreyrar 1, rými 15, Skor - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 2

Málsnúmer 2024061639Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2024 þar sem Svava Björk Bragadóttir f.h. Eikar fasteignafélags hf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir minniháttar breytingum innanhúss á rými 15 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Innkomin gögn eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Gránufélagsgata 51 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021041271Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2021 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd VN Fasteigna ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum á húsi á lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi eru teikningar dags. 23. október eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Ránargata 9 - fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2024100188Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október 2024 þar sem Sólveig Jóhannsdóttir óskar eftir að Ránargata 9 verði skráð sem einbýlishús.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 09:15.