Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

899. fundur 19. janúar 2023 kl. 13:00 - 14:00 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Óseyri 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022120976Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. desember 2022 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson fyrir hönd Módelhúss ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 1 við Óseyri. Innkomnar nýjar teikningar 17. janúar 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hvolf - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023010117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. janúar 2023 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Helgu Bjargar Jónasardóttur sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir byggingu kúluhúss á steyptum kjallara. Innkomnar nýjar teikningar 17. janúar 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Strandgata 14B - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023011069Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2023 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Norðurorku sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir dreifistöð að Strandgötu 14B. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þórir Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Kjarnagata 37-39 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2023010818Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. janúar 2023 þar sem Bjarni Reykjalín fyrir hönd Gunnars Hauks Jóhannessonar sækir um byggingaráform og byggingarheimild til að endurnýja svalalokunarkerfi á íbúðum 201, 301, 401 og 501. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Bjarna Reykjalín.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:00.