Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

868. fundur 16. júní 2022 kl. 13:00 - 14:00 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Katrín Rós Ívarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Katrín Rós Ívarsdóttir
Dagskrá

1.Engimýri 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2022060307Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2022 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Karls Halldórs Vinther Reynissonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í kjallara í húsi nr. 10 við Engimýri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Þursaholt 5-9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022060362Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2022 þar sem SS Byggir ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 5-9 við Þursaholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ásdísi Helgu Ágústsdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Hulduholt 13-19 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022051558Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2022 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Kötlu ehf. byggingarfélags sækir um byggingarleyfi fyrir fjögurra íbúða raðhúsi á einni hæð á lóð nr. 13-19 við Hulduholt. Innkomnar nýjar teikningar 16. júní 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Hulduholt 21 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022050639Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. maí 2022 þar sem Ívar Hauksson fyrir hönd Arnars Dúa Kristjánssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 21 við Hulduholt. Innkomnar nýjar teikningar 9. júní 2022.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 14:00.