Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

826. fundur 12. ágúst 2021 kl. 13:00 - 13:20 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson
Dagskrá

1.Álfabyggð 16 - umsókn um viðbyggingu

Málsnúmer 2021060003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Eyjólfs Árnasonar sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við húsið Álfabyggð 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 9. ágúst 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Menningarfélag Akureyrar - breytingar á skiltum

Málsnúmer 2021062023Vakta málsnúmer

Erindi Menningarfélags Akureyrar, dagsett 15. og 25. júní 2021, þar sem óskað er eftir að setja upp upplýsingaskjá í bautasteininn við Hof í stað textans sem þar er í dag. Einnig óskar Menningarfélagið eftir því að settir verði upp LED skjáir á Hof að norðanverðu og sunnanverðu þar sem í dag eru staðsett auglýsingasegl. Einnig er óskað eftir því að setja upp upplýsingaskjá á þakskegg Samkomuhússins í stað núverandi skiltis og meðfylgjandi er jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands.
Byggingarfulltrúi samþykkir uppsetningu skiltanna. Skiltin skulu aðeins auglýsa starfsemi, vörur og þjónustu í húsunum, ekki vera með hreyfimyndum og hver auglýsing skal standa í að minnsta kosti eina mínútu.

3.Skipagata 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021062284Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. júní 2021 þar sem Valþór Brynjarsson, sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Magnum opus ehf. á húsi nr. 6 við Skipagötu. Fyrirhugað er að breyta hæð aftur í eina íbúð eins og hún var upprunalega. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Óseyri 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021070410Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júlí 2021 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Rok ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 4 við Óseyri. Fyrirhugað er að breyta rými í verslunarrými. Meðfylgjandi er teikning eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 6. ágúst 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Ægisgata 7, Hrísey - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021071124Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júlí 2021 þar sem Ágúst Hafsteinsson, fyrir hönd Magnúsar Þorleifssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 7 við Ægisgötu í Hrísey. Meðfylgjandi er teikning eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

6.Mýrartún 10 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021071410Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júlí 2021 þar sem Tryggvi Tryggvason sækir fyrir hönd Katrínar Vilhjálmsdóttur, um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 10 við Mýrartún. Fyrirhugað er að bæta við stofu vestan megin við hús á núverandi sökkul og gólfplötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomar nýjar teikningar 10. ágúst 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:20.