Menningarfélag Akureyrar - breytingar á skiltum

Málsnúmer 2021062023

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 362. fundur - 07.07.2021

Erindi Menningarfélags Akureyrar, dagsett 15. og 25. júní 2021, þar sem óskað er eftir að setja upp Led upplýsingaskjá á þakskegg Samkomuhússins í stað núverandi skiltis, í bautastein við Hof og í stað núverandi auglýsingaskilta norðan- og sunnanmegin á Hofi.
Skipulagsráð samþykkir að Led-sjáir verði settir upp í stað núverandi skilta við Hof. Skilti á Samkomuhúsið er samþykkt með fyrirvara um samþykki Minjastofnunar Íslands.

Skiltin skulu aðeins auglýsa starfsemi, vörur og þjónustu í húsunum, ekki vera með hreyfimyndum og hver auglýsing skal standa í að minnsta kosti eina mínútu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 826. fundur - 12.08.2021

Erindi Menningarfélags Akureyrar, dagsett 15. og 25. júní 2021, þar sem óskað er eftir að setja upp upplýsingaskjá í bautasteininn við Hof í stað textans sem þar er í dag. Einnig óskar Menningarfélagið eftir því að settir verði upp LED skjáir á Hof að norðanverðu og sunnanverðu þar sem í dag eru staðsett auglýsingasegl. Einnig er óskað eftir því að setja upp upplýsingaskjá á þakskegg Samkomuhússins í stað núverandi skiltis og meðfylgjandi er jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands.
Byggingarfulltrúi samþykkir uppsetningu skiltanna. Skiltin skulu aðeins auglýsa starfsemi, vörur og þjónustu í húsunum, ekki vera með hreyfimyndum og hver auglýsing skal standa í að minnsta kosti eina mínútu.