Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

775. fundur 23. júlí 2020 kl. 13:00 - 13:15 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Arnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Skólastígur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020070466Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júlí 2020 frá Valþóri Brynjarssyni þar sem hann fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um breytingar á 2. og 3. hæð Skólastígs 4 vegna tímabundinnar notkunar sem skólahúsnæði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hafnarstræti 34 - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2020070526Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júlí 2020 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Höfða fasteignafélags ehf., kt. 690104-2020, sækir um leyfi fyrir niðurrifi hússins á lóðinni nr. 34 við Hafnarstræti vegna uppbyggingar á lóðinni í samræmi við deiliskipulag.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

3.Kjarnagata 51- umsókn um breytingar

Málsnúmer 2019020183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. janúar 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af Kjarnagötu 51. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 8. júní 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:15.