Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

679. fundur 24. maí 2018 kl. 13:00 - 14:25 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Ráðhústorg 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2018030085Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2018 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Kaffi 600 ehf., kt. 491111-0460, og Guri ehf., kt. 690806-0530, sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 9 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 11. maí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Glerárgata 34 - umsókn um breytingar á 1. hæð

Málsnúmer 2017020086Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2018 þar sem Árni Árnason fyrir hönd Vísný ehf., kt. 540616-1320, Raftákns ehf., kt. 661076-0119, og Dalbyggingar, kt. 580402-2320, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 34 við Glerárgötu. Sótt er breytta notkun 1. hæðar, leyfi fyrir nýjum gluggum á 2. hæð og innanhússbreytingum á 4. hæð ásamt björgunarstiga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Gleráreyrar 1 - rými 13, veitingastaður

Málsnúmer 2017070059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd EF1 ehf., kt. 681113-0960, sækir um leyfi til að breyta rými í suð-austurhorni verslunarmiðstöðvar að Gleráreyrum 1 (rými 13) í veitingastað á tveimur hæðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 14. maí 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Matthíasarhagi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018050155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2018 þar sem Arnar Þór Gunnarsson og Ester Guðbjörnsdóttir sækja um lóð nr. 6 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

5.Melgerði 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017090084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2018 þar sem Þórir Barðdal sækir um byggingarleyfi til að endurbyggja garðskála við hús nr. 2 við Melgerði og breyta í íbúðarrými. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Emil Þór Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 15. maí 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Brekatún 2 - umsókn um breytt eignarhald á geymslugangi

Málsnúmer 2018030414Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2018 þar sem Fríður Leósdóttir fyrir hönd Brekatúns 2, húsfélags, kt. 680115-0870, sækir um leyfi fyrir breytingum á geymslum í húsi nr. 2 við Brekatún ásamt fjölgun bílastæða á suðurlóð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Halldóruhagi 8a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018040167Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. apríl 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Bergfestu ehf., kt. 610515-0370, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi merkt 8a á lóð nr. 8 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 17. maí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Halldóruhagi 8b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018050107Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. apríl 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Bergfestu ehf., kt. 610515-0370, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi, merkt 8b á lóð nr. 8 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 17. maí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:25.