Frá Akureyri fyrr í dag. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Strætisvagnar Akureyrar hafa hætt akstri um götur bæjarins sem óðum eru að verða ófærar. Vagnarnir duttu smám saman úr
umferð eftir því sem leið á daginn og hætti sá síðasti akstri rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.
Byrjað verður að ryðja götur bæjarins klukkan fimm í fyrramálið og er reiknað með að búið verði að opna allar
strætisvagnaleiðir um klukkan sex en þó má búast við að það gæti dregist um allt að hálftíma í Naustahverfi.
Spáð er ofankomu og talsverðum vindi að norðan á Eyjafjarðarsvæðinu í nótt og fram eftir morgundeginum.