Krakkarnir í Vinnuskólanum standa nú í ströngu við að fegra bæinn og gera allt klárt fyrir næstu daga.
Mikið er um að vera og búast má við að gestafjöldi verði meiri en verið hefur um langan tíma. Því er óhætt að segja að lífið í ferðamannabænum Akureyri sé aftur að færast í eðlilegt horf. Sólin skín og veðrið hefur verið eins og best verður á kosið síðustu daga.
N1-mót KA fer fram dagana 29. júní til 2. júlí en þetta er í þrítugasta sinn sem það er haldið og hefur það aldrei verið fjölmennara.
Einnig er vert að minnast á hið víðfræga Pollamót Samskipa og Þórs sem fer fram með pompi og prakt 1. til 3. júlí.
Skemmtum okkur fallega og tökum vel á móti gestum í bænum.