Kristjana Arngrímsdóttir á Sumartónleikum

Kristjana Arngrímsdóttir.
Kristjana Arngrímsdóttir.

Söngkonan vinsæla Kristjana Arngrímsdóttir kemur fram á þriðju Sumartónleikum ársins í Akureyrarkirkju á sunnudaginn. Með henni koma fram þeir Örn Eldjárn og Jón Rafnsson. Saman munu þau flytja blandaða söngdagskrá eins og þeim einum er lagið.

Kristjana er fædd á Dalvík og stundaði tónlistarnám á Íslandi og í Danmörku. Hún var í 14 ár félagi í Tjarnarkvartettinum sem var þekktur víða um Evrópu fyrir flutning á norrænum söng- og þjóðlögum en auk þess hefur hún gefið út nokkra einsöngs plötur sem hafa notið mikillar hylli fyrir vandaðan flutning og sönggleði.

Tónleikarnir eru sunnudaginn kl. 17 og aðgangur er ókeypis.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan