Kristjana Arngrímsdóttir.
Söngkonan vinsæla Kristjana Arngrímsdóttir kemur fram á þriðju Sumartónleikum ársins í Akureyrarkirkju á sunnudaginn. Með
henni koma fram þeir Örn Eldjárn og Jón Rafnsson. Saman munu þau flytja blandaða söngdagskrá eins og þeim einum er lagið.
Kristjana er fædd á Dalvík og stundaði tónlistarnám á Íslandi og í Danmörku. Hún var í 14 ár félagi
í Tjarnarkvartettinum sem var þekktur víða um Evrópu fyrir flutning á norrænum söng- og þjóðlögum en auk þess hefur
hún gefið út nokkra einsöngs plötur sem hafa notið mikillar hylli fyrir vandaðan flutning og sönggleði.
Tónleikarnir eru sunnudaginn kl. 17 og aðgangur er ókeypis.