Spurt og svarað

 

Hvers vegna eru misjafnar flokkunaráherslur á milli sveitarfélaga?

Sveitarfélög setja reglur um meðhöndlun úrgangs og gera sorpsamþykkt sem íbúum er skylt að fylgja. Þessar reglur miða að því að uppfylla skilyrði og markmið sem samþykkt eru af Alþingi og eru skuldbindandi fyrir Íslendinga. Sveitarfélagið ákveður þjónustustigið og þær aðferðir sem notaðar eru.

Ruslatunnan

Hvar á ég að staðsetja ruslatunnuna?

Miðað er við 7 metra frá þeim stað sem sorpbíll getur stöðvað. Aðal atriðið er að gott aðgengi sé. Að það þurfi t.d. ekki að fara með tunnur upp og niður tröppur sé hjá því komist. Tunnur séu staðsettar götu megin húss. Kjósi íbúi að staðsetja tunnu annars staðar en viðmið segir til um þarf íbúi að koma tunnunni á aðgengilegan stað á losunardegi. Tunnufestingar verða að vera handhægar, gott að hafa í huga að starfsmenn þurfa að getað losa í ílátin í myrkri og frosti með vettlinga á höndum. Terra (áður Gámaþjónusta Norðurlands) selur handhægar festingar gegn vægu verði.

Tunnan fauk og olli skemmdum. Hver er bótaskyldur?

Íbúi ber ábyrgð á hlutum sem fokið geta innan sinna lóðarmarka.

Tunnan og innra hólfið fyrir lífræna úrganginn yfirfyllast. Hvað er til ráða?

Umfram heimilissorpi má skila á grenndarstöðvar. Það eru samtals 10 grenndarstöðvar á Akureyri og ætti því ekki að vera mjög langt í næstu stöð. Ef endurvinnslutunnan er að fyllast reglulega skal huga að flokkuninni. Er enn verið að setja endurvinnsluefni í tunnuna sem ætti fara á gámasvæði eða grenndarstöð? Er möguleiki á að nýta matarafganga betur? Hægt er að fara sjálfur með það sem ekki rúmast í heimilistunnunni á Gámasvæðið við Réttarhvamm. Einnig er hægt er að fá aðra tunnu en þá þarf að greiða tvöfalt sorphirðugjald.

Af hverju er sorp í kringum yfirfullar tunnur ekki hirt?

Starfsmönnum er óheimilt að taka óumbeðið umfram sorp. Ófá dæmi eru til um að starfsmenn hafi í ógáti hent verðmætum sem geymd eru við sorptunnur jafnvel í ruslapokum. Úrgangur sem fellur til við heimilishaldið á að setja í ílát sem til þess eru ætluð og íbúum sköffuð. Oftar en ekki er ástæðan þess að ílát yfirfyllast sú að endurvinnanlegur úrgangur er illa eða alls ekki flokkaður frá. Íbúar eiga að flokka og gangast undir þær reglur sem samfélagið setur þeim. Ef vandamál skapast þrátt fyrir góða flokkun er hægt að útvega stærra ílát en það hefur í för með sér auka kostnað sem leggst á viðkomandi. Íbúi getur farið með umfram úrgang á gámasvæði og nýtt klippikortið sitt. Íbúi getur einnig sett sig í samband við starfsmann sorphirðunnar og beðið um að taka með tilfallandi lítilræði.

Mig vantar aðra tunnu undir almenna sorpið - hvað geri ég?

Ef óskað er eftir annarri 240l heimilstunnu þarf að hafa samband við Akureyrarbæ í gegnum ábendingarkerfið.

Greiða þarf auka sorphirðugjald fyrir tunnuna

Endurvinnslutunna

Hvað verður svo um endurvinnsluefnin?

Samkvæmt upplýsingum frá Terra (áður Gámaþjónusta Norðurlands)

Málmar: Losað í Hringrás eða í Furu hér á Akureyri sem flytur það út til endurvinnslu
Pappír: Flutt beint frá Akureyri til Hollands í endurvinnslu
Bylgjupappi: Flutt beint frá Akureyri til Hollands í endurvinnslu
Drykkjarfernur: Flutt beint frá Akureyri til Hollands í endurvinnslu
Plastumbúðir: Flutt beint frá Akureyri til Svíþjóðar í endurvinnslu
Landbúnaðarplast: Flutt beint frá Akureyri til Hollands í endurvinnslu
Olía: Olíudreifing tekur við
Matarolía: Orkey á Akureyri endurvinnur
Hjólbarðar: Losað í Hringrás eða Furu hér á Akureyri
Rafgeymar: Flutt beint frá Akureyri til Danmerkur eða Þýskalands
Raftæki: Sumt flutt til nánari meðhöndlunar í Hafnarfirði eða til endurvinnslu hér á Akureyri hjá Furu eða Fjölsmiðjunni

Mold, múrbrot, flísar og gler er jarðgert hjá Skútaberg hér á Akureyri. Gras, greinar og
mold fer á tipp við golfvöll. Eitthvað af plasti, dýrahræjum, spilliefnum og fl. er svo
brennt í Kölku á Reykjanesi.

Eitthvað af dýrahræjum og sóttmengað og spilliefnum o.fl. er svo brennt í Kölku á Reykjanesi.

Þarf ég að þvo endurvinnsluefnin?

Allt efni sem fer til endurvinnslu þarf að vera nokkuð hreint og gæta þarf að því að ekki séu matarafgangar í umbúðum t.d. þarf að skola fernur vandlega. Oft á tíðum er um samsettar umbúðir að ræða og er þá gott að aðskilja efnin eins og mögulegt er, t.d. að taka ál- eða pappafilmu af jógúrt- og skyrumbúðum áður en efnin eru sett í viðeigandi ílát. Plast tappa af drykkjarfernum þarf ekki að fjarlægja en auðvitað kostur.

Hvað má setja í endurvinnslutunnuna?

Í Endurvinnslutunnuna getur þú sett sjö flokka af umbúðum: Öll dagblöð/tímarit, pappír (bæklingar, umslög og ruslpóstur), sléttur pappi/bylgjupappi (s.s. hreinir pizzukassar og morgunkornspakkar), málmar (s.s. niðursuðudósir og lok af glerkrukkum), fernur (skolaðar og samanbrotnar) og plastumbúðir (s.s. sjampóbrúsar, plastdósir og plastpokar, áleggsbréf, kaffiumbúðir og snakkpokar) má setja laust í tunnuna. Rafhlöður og smáraftæki (símar) mega fara í endurvinnslutunnuna en slík efni flokkast sem spilliefni og því er mjög nauðsynlegt að setja efnin í sérstaka poka sem hægt er að nálgast hjá Terra (áður Gámaþjónustan) við Réttarhvamm.

Má setja álform og áldósir í endurvinnslutunnuna?

Já, allar tegundir áls mega fara í endurvinnslutunnuna

Mega gluggaumslög fara í endurvinnslutunnuna eða þarf að taka plastið af?

 Gluggaumslög mega fara í endurvinnslutunnuna með öðrum pappír og óþarfi að taka plastið af.

Má ég setja lokin af glerkrukkunum í endurvinnslutunnuna?

 Já, lokin flokkast sem málmum. Glerkrukkuna má ekki setja í endurvinnslutunnuna en gleri má skila á grenndarstöðvar.

Þarf ég að skola plastbrúsa áður en þeir eru settir í endurvinnslutunnuna?

 Já, það þarf að skola þá. Allt endurvinnsluefni þarf að vera hreint þegar það er sett í endurvinnslutunnuna.

Má setja jólapappír í endurvinnslutunnuna?

Já, allur jólapappír má fara í endurvinnslutunnuna.

Þarf að taka merkimiðana af plastumbúðunum sem fara í endurvinnslutunnuna? 

Nei, það þarf ekki að taka merkimiðana af plastumbúðunum.

Hvenær er endurvinnslutunnan losuð?

Á heimasíðu Akureyrarbæjar og heimasíðu Terra er sorphirðudagatal fyrir endurvinnslutunnuna sem fylgt er. Dagatalið getur riðlast ef færð og veður veldur ófyrirséðum töfum. Slíkar tafir eru unnar upp strax og aðstæður leyfa.

Grenndargámar

Hvar eru grenndargámarnir staðsettir?

Grenndargámarnir eru staðsettir víða um bæinn og staðsetningu þeirra má sjá á þessu korti

Hverju er safnað í grenndargámana?

  • Gámur undir dagblöð og tímarit. Gert er ráð fyrir að þessi flokkur endurvinnsluefna notist sem stoðefni í jarðgerð hjá Moltu. Skrifstofupappír/umslög mega fara í þennan gám. Mjög mikilvægt er að plast slæðist ekki með.
  • Gámur undir bylgjupappa og sléttan pappa (tveir flokkar í sama gám). Er losað í móttökustöð Terra og pressað í stóra bagga til útflutnings.
  • Gámur undir drykkjarfernur. Hvort sem er undan mjólkurvörum eða söfum með álfilmu inní eður ei. Er losað í móttökustöð og baggað til útflutnings.
  • Gámur undir plast. Einungis umbúðaplast, bæði hart og lint. Er losað í móttökustöð, baggað og sent til Svíþjóðar til frekari flokkunar. Athugið að t.d. plaströr, leikföng og plasthúsgögn eru ekki umbúðir og því ekki endurvinnanlegt. Þessu þarf að skila á gámasvæði í þar til gerðan gám.
  • Kar undir málma. Niðursuðudósir, álpappír og lok af glerkrukkum. Er losað til málmsöfnunarfyrirtækja til útflutnings. Raftæki eiga ekki heima í þessum flokk heldur skilist á gámasvæði.
  • Kar undir gler. Umbúðir (krukkur) og brotið eða skemmt leirtau. Er losað til Skútabergs, mulið þar og nýtt til uppfyllingar.
  • Staurakassi undir rafhlöður. Losað í móttökustöð, flokkað og flutt út til endurvinnslu og eyðingar.
  • Kertaafgangar. Losað til Plastiðjunnar Bjargs og nýtt til framleiðslu á nýjum kertum. Sprittkertabikara skal setja með málmum.
  • Matarolía/steikingarfeiti. Sérstakt ílát er á grenndarstöðvum fyrir slíkan úrgang. Olían og feitin eru nýtt til lífdíselframleiðslu hjá Orkey hér á Akureyri. Slíkur úrgangur er mjög óæskilegur í frárennslislagnir, þar sem hann storknar og hleður á sig æskilegri úrgangi og myndar stíflur. Grænu trektina er hægt að nálgast í þjónustuveri Norðurorku og í þjónustuveri Ráðhússins. Sjá meira á heimasíðu Vistorku

Hvað geri ég ef grenndargámurinn er fullur?

Þó gámar á grenndarstöðvum víðs vegar um bæinn séu tæmdir daglega fyllast þeir reglulega. Hjálpumst að og förum með stærra magn upp á Gámasvæðið við Réttarhvamm.

Sjá nánar í fréttinni hér

Gámasvæði og klippikort

Hvernig virkar gámasvæðið?

Gámasvæðið er flokkunarstöð. Á gámasvæðinu eru tveir rampar. Annar er grænn og þar eru gámar fyrir endurvinnanleg efni sem sveitarfélagið ber ekki beinan kostnað við að endurvinna og því ekki tekið klipp af korti. Hinn rampurinn er rauður og á hann fara efni sem bærinn ber kostnað við að endurvinna, því er um að ræða gjaldskyldan úrgang og klipp af korti. Mikilvægt er að koma með úrganginn forflokkaðan á kerru eða í bíl svo afgreiðsla gangi vel fyrir sig. Allir gámar eru merktir og starfsfólk á staðnum til að leiðbeina. Tæma ber innihald allra plastpoka í viðeigandi ílát og hert eftirlit verður með því hvaða innihald pokar sem hent er í pressugám undir almennan úrgang til urðunar hafa að geyma. Spilliefnakör og skil á raftækjum fara fram á suðurhluta gámasvæðis við útkeyrsluhlið.

Hvenær er gámasvæðið opið?

Sumaropnun gámasvæðis (16. maí til 15. ágúst):
Mánudaga til föstudaga kl. 13.00- 20.00.
Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 - 17.00.

Vetraropnun gámasvæðis (16. ágúst til 15. maí):
Mánudaga til föstudaga kl. 13.00 - 18.00.
Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 - 17.00.

Hvar fæ ég klippikort?

Kortin eru rafræn og geta íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu sótt þau í gegnum íbúaappið Akureyrarbær sem er aðgengilegt fyrir snjallsíma. Íbúar eiga rétt á einu korti á ári, 16 klipp, endurgjaldslaust fyrir hvert heimili. Kortin fást einnig á pappír í þjónustuveri Ráðhússins, Geislagötu 9. Í appinu er hægt að gefa frá sér klipp til annarra. Leigjendur verða að nálgast kortin hjá leigusala eða að kaupa sér kort. Leigjendur hjá Akureyrarbæ sækja kortin til velferðarsviðs á Glerárgötu 26.  Hægt er að kaupa nýtt kort í appinu, þjónustuveri Ráðhússins og á skrifstofu Terra við Hlíðarfjallsveg.

Er hægt að fara inn á gámasvæðið án klippikorts?

Nei, aðeins er hægt að fá aðgang að svæðinu með því að framvísa klippikorti svo mikilvægt er að hafa það meðferðis í símanum eða á pappír. Ef einungis er um að ræða endurvinnsluefni er bent á grenndarstöðvarnar.

Hvað er gert þegar komið er á gámasvæðið?

Þegar komið er að svæðinu þarf að framvísa klippikorti, starfsmaður skoðar farminn og kannar hvort um gjaldskyldan úrgang er að ræða. Vísað er á númer viðeigandi gáma fyrir úrganginn sem um ræðir hverju sinni.

Hvenær er klippt af korti?

Aðeins er klippt af kortinu þegar um er að ræða úrgang sem er gjaldskyldur.

Hverjir fá klippikort?

Allir eigendur fasteigna sem greiða sorphirðugjald fá afhent eitt klippikort á ári sem inniheldur 4 m³ af gjaldskyldum úrgangi. Kortið er hægt að nálgast í appinu Akureyrarbær og í þjónustuveri Ráðhúss. Ef kortið dugir ekki út árið er hægt að kaupa nýtt kort.

Hvað kostar klippikort?

Verð á kortum fyrir árið 2024 er 5.650 krónur og inniheldur það átta klipp. 

Hvað gera leigjendur varðandi klippikort?

Leigjendur fasteigna geta í upphafi fengið klippikort afhent hjá sínum leigusala (sem er eigandi/greiðandi sorphirðugjalda) eða keypt sér kort. Leigusala ber ekki skylda til að afhenda leigutaka kortið en það er æskilegt.

Hvaða úrgangur er gjaldskyldur?

  • Jarðvegur: grjót, möl
  • Timbur hreint/ómálað
  • Timbur málað
  • Plast sem er ekki umbúðaplast t.d. garðhúsgögn, leikföng, rör, blómapottar.
  • Óflokkað til urðunar: húsgögn, dýnur, innréttingar
  • Almennt heimilissorp
  • Gras og hey
  • Garðaúrgangur: trjágreinar
  • Gifs og gifsplötur frá framkvæmdum
  • Gler

Hvaða úrgangur er ógjaldskyldur?

  • Fernur, drykkjarfernur, plasttappi má fara með
  • Dagblöð, tímarit og skrifstofupappír
  • Bylgjupappír, sléttur pappír
  • Plastumbúðir, harðar og mjúkar
  • Raftæki / rafeindatæki
  • Föt og klæði, nýtanlegt
  • Lífrænt til moltugerðar
  • Málmar
  • Kælimiðlar
  • Hjólbarðar
  • Spilliefni
  • Rafgeymar
  • Nytjahlutir
  • Kertaafgangar
  • Rafhlöður

 

Má fara með garðúrgang á gámasvæðið?

Minniháttar úrgangi frá heimilum skal skila á Gámasvæði Terra við Réttarhvamm og er þá notast við klippikortin. Meiriháttar losun, sem í flestum tilvikum er frá atvinnustarfsemi, skal fara með á jarðvegslosunarsvæðið að Jaðri. Einungis er heimilt að nota svæðið innan opnunartíma og er innheimt gjald fyrir losun samkvæmt gjaldskrá Akureyrarbæjar. Heimilt er að losa á tveimur skilgreindum svæðum. Annars vegar er merkt svæði fyrir jarðveg úr gatna og húsagerð, hrossaskít, gras, greinar og annan gróður og hins vegar svæði fyrir trjáboli án greina.

Sumaropnun 1. Apríl – 15. Október
Virka daga 8:00-12:00 og 12:45-18:30
Helgar 10:00-16:00 (1.maí-31. ágúst)
Vetraropnun 16. Október – 31. Mars
Samkvæmt samkomulagi (Sími: 620-6020)

Lífræna tunnan

Af hverju má ekki flokka niðurbrjótanlegt (biodegradable/compostable) plast með lífrænum úrgangi?

Einungis matarleifar, ásamt timbri og hreinum pappa, mega fara í lífrænu tunnuna. Niðurbrjótanlegt plast brotnar best niður við ákveðnar aðstæður, jafnframt er til alls konar mismunandi tegundir niðurbrjótanlegs plasts sem búið er til úr mismunandi efnum. Því er ekki víst að efnið muni brotna niður í Moltu og gæti því einungis skemmt fyrir framleiðslunni þar. Eini hluturinn sem er ekki matarúrgangur eða pappi sem má fara í lífrænu tunnuna eru grænu biobag pokarnir sem matarúrgangurinn fer í. Öll heimili á Akureyri fá að kostnaðarlausu 150 poka á ári sem ætlað er undir lífræna úrganginn.

Hvað á að gera við niðurbrjótanlegt plast, t.d. PLA glösin frá Lemon?

Eins og staðan er í dag fer niðurbrjótanlegt/lífrænt plast í urðun. Það á því ekki að flokka niðurbrjótanlegt plast með lífrænum úrgangi og ekki heldur plasti. Sveitarfélagið er að skoða möguleikana í að taka á móti niðurbrjótanlegu plasti og að endurvinna það. Mikilvægt er að taka fram að þrátt fyrir að ekki sé hægt að endurvinna niðurbrjótanlega plastið eins og staðan er í dag, þá er samt miklu umhverfisvænna að nota t.d. PLA plast í stað venjulegs plasts.

Maíspokarnir eru búnir. Hvar fæ ég fleiri?

Heimili fá að kostnaðarlausu 100 poka á ári og er þeim dreift einu sinni á ári í byrjun mars. Hægt er að kaupa poka hjá Terra og í helstu matvöruverslunum í bænum. Íbúar athugi að nýta pokana sem best. Við heyrum að sumir noti sama pokann í allt að vikutíma án þess að lyktarvandamál komi upp. Auðvitað fer það eftir því hvaða matarleifar er verið með. T.d. lykta fiskafgangar meira en kjöt- og grænmetisafgangar. Eftir því sem matarleifarnar eru þurrari þeim mun minni lykt. Best er að nota körfurnar og láta lofta vel um. Þá þornar efnið og minni hætta á vondri lykt.

Hvað má setja í lífrænu tunnuna?

• Ávextir og ávaxtahýði
• Grænmeti of grænmetishýði
• Egg og eggjaskurn
• Kjöt og fiskiafgangar + bein
• Mjöl, grjón, pizza og pasta
• Brauðmeti, kex og kökur
• Kaffikorgur og kaffipokar
• Teblöð og tepokar
• Mjólkurvörur og grautar
• Pottaplöntur og blóm
• Kámaðar pappírsþurrkur
• Tannstönglar, íspinnaprik og sushiprjóna