Velferðarráð

1364. fundur 08. febrúar 2023 kl. 14:00 - 16:15 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
  • Elsa María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Dagskrá
Tinna Guðmundsdóttir F-Lista boðaði forföll, enginn varamaður kom í hennar stað.

1.Velferðarsvið - kynning á starfsemi fyrir velferðarráð 2023

Málsnúmer 2023010262Vakta málsnúmer

Heimsókn í öryggisvistun í Hafnarstræti þar sem Arna Jakobsdóttir forstöðumaður tók á móti velferðarráði og sýndi húsnæðið.

2.Samningur um öryggisgæslu 2022

Málsnúmer 2022030534Vakta málsnúmer

Kynntur samningur um öryggisgæslu fyrir árið 2022 og ný gæðaviðmið fyrir starfsemina.

3.Fjárhagsaðstoð 2022

Málsnúmer 2022041999Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2022. Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

4.Samþykkt fyrir velferðarráð - breytingar vegna barnaverndar

Málsnúmer 2023011382Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar breyting á samþykkt fyrir velferðarráð Akureyrarbæjar. Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti samþykkt um velferðarráð og vísar breyttri samþykkt til bæjarráðs.

5.Barnaverndarþjónusta - samningur við Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 2023010023Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar samningur við Dalvíkurbyggð um barnaverndarþjónustu. Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

6.Barnaverndarþjónusta - samningur við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp

Málsnúmer 2023010024Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar samningur um barnaverndarþjónustu við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

7.Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu skv. 12. gr. barnaverndarlaga

Málsnúmer 2022120565Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 89/2002. Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og vísar málinu til bæjarráðs.

8.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2022

Málsnúmer 2022041998Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstaryfirlit velferðarsviðs fyrir árið 2022.

Fundi slitið - kl. 16:15.