Velferðarráð

1359. fundur 09. nóvember 2022 kl. 14:00 - 16:38 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson
  • Tanja Hlín Þorgeirsdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
  • Elsa María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Dagskrá
Tanja Hlín Þorgeirsdóttir B-lista sat fundinn í forföllum Ölfu Drafnar Jóhannsdóttur.
Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista sat fundinn í forföllum Hermanns Inga Arasonar.
Tinna Guðmundsdóttir F-lista sat fundinn í forföllum Málfríðar Stefaníu Þórðardóttur.

1.Velferðarsvið - kynning á starfsemi fyrir velferðarráð 2022

Málsnúmer 2022080456Vakta málsnúmer

Kynning á starfsemi Lautarinnar.

Ólafur Örn Torfason forstöðumaður og Þórdís Björk Gísladóttir starfsmaður Lautarinnar tóku á móti velferðarráði í húsakynnum Lautarinnar og kynntu starfsemina.

2.Velferðarsvið - kynning á starfsemi fyrir velferðarráð 2022

Málsnúmer 2022080456Vakta málsnúmer

Kynning á starfsemi stuðnings- og stoðþjónustu.

Bergdís Ösp Bjarkadóttir, Elfa Björk Gylfadóttir og Hlynur Már Erlingsson forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.

3.Reglur velferðarsviðs um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 2022090993Vakta málsnúmer

Lagðar fram til afgreiðslu reglur um stuðningsþjónustu.

Bergdís Ösp Bjarkadóttir, Elfa Björk Gylfadóttir og Hlynur Már Erlingsson forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð ákveður að fresta málinu þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

4.Reglur velferðarsviðs um stoðþjónustu

Málsnúmer 2022090994Vakta málsnúmer

Lagðar fram til afgreiðslu reglur um stoðþjónustu.

Bergdís Ösp Bjarkadóttir, Elfa Björk Gylfadóttir og Hlynur Már Erlingsson forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð ákveður að fresta málinu þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

5.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2022

Málsnúmer 2022041998Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit velferðarsviðs eftir fyrstu níu mánuði ársins. Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 16:38.