Málsnúmer 2013120037Vakta málsnúmer
Undir þessum lið er námskeið um Eden hugmyndafræðin fyrir aðalmenn velferðarráðs, undir umsjón Helgu Erlingsdóttur hjúkrunarforstjóra og Friðnýjar Sigurðardóttur forstöðumanns stoðþjónustu ÖA.
Frá árinu 2013 hafa Öldrunarheimili Akureyrar haft alþjóðlega viðurkenningu sem Eden heimili en markviss innleiðing Eden hugmyndafræðinnar hófst árið 2006.
Stór hluti af Eden og hluti af skilyrðum alþjóðlegrar viðurkenningar ÖA er fræðsla til stjórnenda, starfsfólks, íbúa og fjölskyldna.
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og Friðný Björg Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir beiðnina.