Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer
Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S Guðmundsson, lagði fram til kynningar skýrslu um þróunarverkefni í tímabundinni dvöl sem unnið var á árinu 2016.
Eins og segir á heimasíðu ÖA um verkefni er "Megintilgangur þessa þróunarverkefnis að auka ábyrgð og sjálfstæði einstaklinga, víkja frá hefðbundnu viðhorfi til tímabundinnar dvalar eða flutnings á hjúkrunarheimili sem hefur einkennst af viðhorfi til spítaladvalar. Snúa frá vinnubrögðum þar sem ábyrgð og sjálfstæði einstaklingsins er skert því það getur dregið úr sjálfsábyrgð og sjálfstæði, ýtt undir hjálparleysi/stofnanavæðingu og aukið líkur á að dvalargestir fari heim í lélegra ástandi en þegar þeir komu.
Í þessu verkefni er unnið út frá styrkleikum og reynslu viðkomandi, skoðað hvernig honum hefur tekist að nýta sér þessa þætti í daglegu lífi og gæti nýtt þá í tímabundinni dvöl til að ná þeim væntingum sem hann hefur til dvalarinnar. Hvað það er sem viðkomandi vill/telur sig geta orðið sterkari í og um leið aukið lífsgæði."