Ungmennaráð

21. fundur 14. október 2021 kl. 17:00 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir
  • Helga Sóley G. Tulinius
  • Ísabella Sól Ingvarsdóttir
  • Rakel Alda Steinsdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
  • Þura Björgvinsdóttir
  • Stormur Karlsson
  • Þór Reykjalín Jóhannesson
Starfsmenn
  • Hafsteinn Þórðarson fundarritari
Fundargerð ritaði: Arnar Már Bjarnason verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stórþing ungmenna

Málsnúmer 2021030199Vakta málsnúmer

Stórþing ungmenna í Hofi sem átti að fara fram þann 8. september var frestað vegna COVID-19.
Ungmennaráð tók málið fyrir og stefnir á að halda Stórþingið í Hofi 9. nóvember nk.

2.Málefnahópar ungmennaráðs

Málsnúmer 2020120162Vakta málsnúmer

Farið var yfir hlutverk og vinnu málefnahópa ungmennaráðs.
Ungmennaráð ákvað að óska eftir samstarfi við nemendafélög grunnskólanna á Akureyri og vísa málefnum til umsagnar hjá þeim frekar en að vera með sérstaka umræðuhópa.

3.Kosningar til ungmennaráðs

Málsnúmer 2020110220Vakta málsnúmer

Fyrirkomulag og framkvæmd kosninga í ungmennaráð í nóvember 2021.
Ákveðið var að hafa kosningarnar með sama fyrirkomulagi og í fyrra fáist samþykki fyrir því hjá bæjarráði.

4.Barnaskýrsla UNICEF - UNICEF Akademían, rafrænn fræðsluvettvangur

Málsnúmer 2020010102Vakta málsnúmer

Kynning og umræða um UNICEF Akademíuna sem er rafrænn fræðsluvettvangur UNICEF þar sem boðið eru upp á námskeið um Barnasáttmálann og réttindi barna.

5.Barnaskýrsla UNICEF - vinnustofur ungmennaráða

Málsnúmer 2020010102Vakta málsnúmer

Kynning og umræða um vinnustofur ungmennaráða sem verða haldnar í barnvænum sveitarfélögum í byrjun árs 2022.

6.Barnaskýrsla UNICEF - CAYAB - alþjóðlegur ráðgjafahópur ungmenna

Málsnúmer 2020010102Vakta málsnúmer

Kynning og umræða um CAYAB sem er alþjóðlegur ráðgjafahópur ungmennaráða.

7.Barnaskýrsla UNICEF - Hackathon Child Friendly Cities 22.- 24. október

Málsnúmer 2020010102Vakta málsnúmer

Kynning og umræða um Hackathon Child Friendly Cities rafræna ráðstefnu sem fer fram 22.- 24. október. Þetta er vettvangur þar sem börn frá 14 - 18 ára aldri koma saman og læra um barnvænar borgir og vinna saman að hugmynd að því hvernig hægt er að gera borgir og bæi barnvænni.

Fundi slitið.