Ungmennaráð

3. fundur 10. febrúar 2020 kl. 17:00 - 19:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Brynjólfur Skúlason
  • Embla Blöndal Ásgeirsdóttir
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir
  • Hildur Lilja Jónsdóttir
  • Ísabella Sól Ingvarsdóttir
  • Páll Rúnar Bjarnason
  • Rakel Alda Steinsdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
  • Þura Björgvinsdóttir
Starfsmenn
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
  • Arnar Már Bjarnason fundarritari
Fundargerð ritaði: Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Barnaskýrsla UNICEF

Málsnúmer 2020010102Vakta málsnúmer

Ungmennaráð skilar sérstakri barnaskýrslu til UNICEF um þátttöku barna og ungmenna í innleiðingu Barnvæns sveitarfélags. Kynnt voru drög að skýrslunni.
Barnaskýrslu ungmennaráðs til UNICEF telst lokið og voru drögin samþykkt án athugasemda.

2.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Málsnúmer 2019040004Vakta málsnúmer

Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar kynnti bæjarstjórnarfund unga fólksins sem haldinn verður 10. mars 2020.
Ungmennaráð þakkar Höllu Björk fyrir góða kynningu og hlakkar til að undirbúa bæjarstjórnarfund unga fólksins.

3.Gallup - þjónusta sveitarfélaga 2019 - umfjöllun nefnda og ráða

Málsnúmer 2020020167Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. janúar 2020:

Matthías Þorvaldsson frá Gallup kynnti helstu niðurstöður þjónustukönnunar fyrir Akureyrarbæ.

Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar Matthíasi fyrir kynninguna. Jafnframt beinir bæjarráð því til nefnda og ráða að taka niðurstöður könnunarinnar til umfjöllunar.
Lagðar fram til kynningar og umfjöllunar niðurstöður Gallups á þjónustukönnun fyrir Akureyrarbæ.

Fundi slitið - kl. 19:00.